Þjónusta
JÁS Lögmenn veita faglega og vandaða ráðgjöf á flestum sviðum lögfræðinnar. Stofan hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja, bæði innlend og erlend, einstaklinga, félög, félagasamtök og sveitarfélög.
Auk málflutnings og almennra lögfræðistarfa eru helstu áherslur stofunnar eftirtalin réttarsvið:
- Fasteignakauparéttur
- Félagaréttur
- Samninga- og kröfuréttur
- Skipti dánarbúa, þrotabúa og umsjón nauðasamninga
- Stjórnsýsluréttur
- Refsiréttur
Sagan
JÁS Lögmenn voru stofnaðir árið 2009, af þeim Jóhannesi Árnasyni, Árna Helgasyni og Sverri Pálmasyni. Upphaflega var stofan til húsa við Klapparstíg 16 í miðbæ Reykjavíkur, en árið 2011 flutti hún sig um set þegar tekið var upp samstarf við fleiri lögmenn undir merkjum CATO Lögmanna í turninum við Katrínartún. Í lok árs 2017 fluttu þremenningarnir aftur í miðbæinn, tóku upp JÁS nafnið á nýjan leik og opnuðu núverandi skrifstofu á Skólavörðustíg 3, 101 Reykjavík. Í byrjun árs 2022 flutti stofan á 2. hæð að Grandagarði 5, 101 Reykjavík.
Lögmenn
Jóhannes Árnason
Lögmaður
Árni Helgason
Lögmaður
Sverrir B. Pálmason
Lögmaður
Almennar upplýsingar
460309-1310
Vsk.nr:
100716
JÁS Lögmenn
Grandagarði 5, 2. hæð
101 Reykjavík
Hvar erum við
Skrifstofan okkar er á 2. hæð að Grandagarði 5, 101 Reykjavík.